Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, mars 19, 2006

Komin til Íslands


Nú er öll fjölskyldan komin til Íslands. Við búum heima hjá Dísu ömmu í Álfheimunum. Íris er byrjuð að vinna og líkar bara vel, ég er að standsetja kjallaraíbúðina í Álfheimunum ásamt Jonna þúsundþjalasmið og svo er Dísa amma að passa Emilíu Þórnýju á daginn. Ég geri mér vonir um að vera búinn að koma íbúðinni í íbúðarhæft ástand fyrir páska en það er þó langt í land. Ég er búinn að henda út 300 kg af eldhúsinnréttingu og milliveggjum, 400 kg af múrbroti og annað eins af ryki er búið að falla til. Íbúðin verður þvílíkt flott þegar þetta verður búið og fær Emilía þá sitt eigið herbergi. Hún ku vera mjög spennt yfir því. Annars er Emilía komin með 4 tennur, 2 í efri og 2 í neðri, sem hún lætur óspart skína í þegar hún brosir. Hún hlær mikið og brosir og finnst skemmtilegast þegar margir koma í heimsókn og það er nógu mikið fjör. Hún er farin að taka mikinn þátt í öllu sem gerist, dregur sig eftir gólfinu þangað sem hún vill fara, gerir sig líklega til að fara að skríða (nær en nokkru sinni) og er farin að segja "datt" þegar hún hendir hlutum í gólfið sem er mikið sport. Ég bíð í óþreyju eftir að íbúðin verði klár svo ég geti byrjað í "alvöru" foreldraleyfi :-)
Bæjó
Óli