Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, janúar 16, 2005

22 vikur og sparkar af krafti


Krílið er orðið 22 vikna og farið að sparka reglulega og af krafti. Óli fann fyrsta sparkinn á Aðfangadag (þá 19. vikna) og núna má finna og sjá þá á maganum ef maður fylgist vel með. Samkvæmt bókum er "það" orðið um 550gr og fer ört stækkandi og hefur maginn skyndilega tekið vaxtakipp síðustu daga. Þessu spörk eru eitthvað farin að láta á sér kræla í draumaheimi Írisar og hafa martraðir verið að angra hana undanfarið.
Íris fór á fund hjá ljósmóðurinni í síðustu viku og hitti þar 6 aðrar stelpur sem eiga von á sér um svipað leiti. Þær fengu að bera saman bækur sínar og svo talaði ljósmóðirin um brjóstagjöf en það fór nú mikið til inn um annað eyrað og út um hitt, enda mjög fjarlægt enn þá...


laugardagur, janúar 01, 2005

Dagbókin komin á sinn stað


Hæfni verðandi foreldra dæmist í dag af stærð og gæðum heimasíðu. Við höfum því ákveðið að vera engir eftirbátar og sett upp þessa forlátu dagbók fyrir "da baby". Það er helst í fréttum að meðgangan er nákvæmnlega hálfnuð (20 vikur komnar á gamlárskvöld) og fögnum við því ! Erum annars komin inn í sænska kerfið og fórum í sónar á Karolinska Sjukhuset á Lucian (13. desember) og mældist þá unginn vera 17v og 3 daga gamall. Við erum því búin að merkja inn 19. maí 2005 í dagatalið hjá okkur sem ETA (Estimated Time of Arrival). Við búumst náttúrlega við að barnið sé eins og Óli, ávallt tímanlega, og láti sjá sig þann 19.